18. júní 2021
Fréttir
Á síðast fundi sveitarstjórnar voru kosningar samkvæmt samþykktum Blönduósbæjar. Þær breytingar urðu að Guðmundur Haukur Jakobsson hættir sem formaður byggðarráðs eftir margra ára setu en verður nú forseti sveitarstjórnar. Sigurgeir Þór Jónasson verður formaður byggðarráðs og Hjálmar Björn Guðmundsson kemur aftur inn í ráðið. Ein breyting var á Menningar- íþróttar- og tómstundarnefnd en Auðunn Steinn Sigurðsson kemur inn sem aðalmaður í stað Magnúsar Vals Ómarssonar. Jafnréttisnefnd var lögð niður í samræmi við tilkynningu frá Jafnréttisstofu kum breytingar á jafnréttislögum, hlutverk nefndarinnar færð til byggðarráðs
Mynd: Guðmundur Haukur Jakobsson, nýr forseti sveitarstjórnar