Breytingar voru gerðar á gjaldtöku ýmissa úrgangsflokka í nýju gjaldskránni fyrir komandi ár fyrir aðstöðuna á gámasvæðinu. 

Nýja breytingin er að húsgögn, garðaúrgangur og gras/hey verða gjaldskyld fyrir heimilin, áður voru þau aðeins gjaldskyld fyrir rekstraraðila.

Blandaður heimilisúrgangur og raftæki verða áfram gjaldfrjáls fyrir heimili en sæta gjaldi frá rekstraraðilum eins og hefur verið áður.

Getum við bætt efni þessarar síðu?