03. júlí 2024
Fréttir
Vegagerðin hefur óskað eftir því við Húnabyggð að gerð verði breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012-2022 vegna efnistökusvæða.
Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en þær framkvæmdir eru í undirbúningi.
Breyting á aðalskipulagi felast í því að þrjú (fimm) ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.