Skipulags- og samgöngunefnd samþykkti á fundi sínum 6. nóvember s.l. að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012-2022 vegna efnistökusvæða skyldi kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Breyting á aðalskipulagi felst í því að fimm ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.

Opið hús verður á skrifstofu Skipulags-og byggingafulltrúa að Hnjúkabyggð 33 þann 04.12 frá kl 10:00 til 14:30 þar sem mögulegt verður að kynna sér tillöguna og koma með ábendingar.

 

Með kveðju

Börkur Þór Ottósson

Skipulags- og byggingafulltrúi Húnabyggðar

Getum við bætt efni þessarar síðu?