Sveitarstjórn Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum þann 11. maí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða er auglýst ný deiliskipulagstillaga íbúðarbyggðar á Blönduósi skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  

 

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á töflu í greinargerð, kafla 4.1.1 Íbúðarsvæði. Tafla 4-2 Íbúðarsvæði í Blönduósbæ sem verður leiðrétt er kemur að leyfilegum fjölda íbúða á svæðum A, B, C og D. Leyfilegur fjöldi íbúða á svæðunum verður aukinn svo byggja megi fleiri minni íbúðir en gert er ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi.

 

Tillaga að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar - við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut á Blönduósi.

Deiliskipulagssvæðið er nyrsti hluti íbúðarbyggðar í þéttbýlinu og einkennist svæðið af flötum og malarkömbum sem mynda stalla í landinu í átt að sjó. Svæðið er nýtt í dag að einhverjum hluta sem tún og bithagi.

Deiliskipulagssvæðið er um 6,2 hektarar að stærð og í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á þessu svæði. Íbúðarbyggðin skiptist í þrjá hluta A, B og C og verða megináherslur þær sömu innan þeirra.

 

Opið hús verður á bæjarskrifstofu Blönduósbæjar  fimmtudaginn 9.júní  frá kl. 10:00-12:00

Skipulagstillöguna má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins blonduos.is og hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

 

Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum rennur út 8.júlí nk. og skal þeim skilað á netfangið skipulagsfulltrui@hunathing.is eða með bréfpósti stílað á skipulagsfulltrúa Blönduósbæjar  Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi.

 

Greinargerð

Ný íbúabyggð

Aðalskipulag

 

 

Virðingarfyllst,

 

__________________

Bogi Kristinsson Magnusen

Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar

Getum við bætt efni þessarar síðu?