Byggðarráð Húnabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim fréttum sem nú berast frá Kaupfélag Skagfirðinga (KS) vegna hagræðingaraðgerða í starfsemi félagsins í kjölfar sameiningar KS og Kjarnafæði-Norðlenska hf. (KN). Áhyggjurnar snúa fyrst og fremst að þeirri óvissu sem ríkir um þær ákvarðanir sem búið er að taka, kynna á fundi og að því er virðist ekki fyrir starfsmönnum félagsins. Það er ljóst að þær ákvarðanir sem kynntar voru á fundi félagsins í gær hafa gríðarlega áhrif á starfsemi félagsins í Húnabyggð og að þessar fréttir koma sem reiðarslag fyrir starfsmenn fyrirtækisins á svæðinu, bændur og í raun svæðisins alls. Byggðarráð vill koma því á framfæri við KS að upplýsingamiðlun vegna þessa máls verði aukin og vandaðri þannig að eyða megi út þeirri óvissu sem nú ríkir og að komið sé fram við fólk af virðingu sem byggir lífsviðurværi sitt á atvinnu hjá félaginu.
Bókun Byggðarrráðs
15. nóvember 2024
Fréttir