Í sumar hefur verið mikill gangur í byggingu verknámshúss við Blönduskóla, viðbyggingin er ein hæð og kjallari. Nýja viðbyggingin tengist við ,,Gamla skóla" en nýbyggingin mun hýsa kennslustofur fyrir list- og verkgreinar á 1. hæð þ.e.a.s Heimilsfræði-, textíl-, smíða- og listnámsstofa en tæknirými og fleira er í kjallara. Hægt verður að keyra niður ramp niður í kjallara. Viðbyggingin er kærkomin en hingað til hafa list- og verkgreinar verið kenndar í Blönduksóla, Þverbraut 1 og í Gamla kvennaskólanum, því mikið ánægjuefni að öll kennsla muni fara fram á sama stað. Húsið er uppsteypt með Lett-Taks þakeiningum á þaki og teiknað af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf. Einnig hafa framkvæmdir við skólalóðina haldið áfram og m.a. búið að malbika fyrir framan eldri byggingarnar sem og viðbygginguna.
Blönduskóli - Verknámshús
29. september 2020
Fréttir