Samið var við Víðimelsbræður ehf. um lagningu stofnlagna meðfram Svínvetningabraut að Fálkagerði. Verkið felur í sér að lögð verður 180 mm vatnslögn ásamt fráveitu og ídráttarröri ef þörf verður á að fjölga ljósleiðurum á lagnaleiðinni. Verkið var boðið út og var tekið lægsta tilboði að upphæð 66,4 milljónir króna. Verktími er frá 1. september til 1. nóvember og skal öllum frágangi vera lokið fyrir 15. nóvember n.k. Ómar Feykir Sveinsson og Valdimar O. Hermannsson undirrituðu samning um verkið. Hönnun þess var í höndum Stoðar ehf., verkfræðistofu á Sauðárkróki og hefur Tæknideild Blönduósbæjar eftirlit með framkvæmdinni.

Getum við bætt efni þessarar síðu?