Blönduósbær óskar eftir samstarfsaðila um rekstur tjaldsvæðis.

Tjaldsvæðið á Blönduósi er í Brautarhvammi við þjóðveg 1 í hjarta bæjarins.  Svæðið er mjög vinsælt til að dvelja á og stutt er í alla þjónustu, s.s. sundlaug, leiksvæði, veitingarstaði og verslun. Svæðið er í fallegu umhverfi og rennur Blanda neðan við svæðið og stutt er einnig í útivistarsvæðið í Hrútey. 

Runnar skipta svæðinu upp og er þægilegt umhverfi fyrir tjöld, húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna. Rafmagnstenglar eru á nokkrum stöðum. Á svæðinu er leiksvæði og stutt í ærslabelg. 

Í þjónustuhúsinu er sturta, vatnssalerni, þvottavél og aðstaða til uppþvotta.  Þá er á svæðinu húsnæði fyrir skrifstofu eða aðra þjónustu.

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Blönduósbæjar, fyrir 15. desember 2020 þar sem fram komi m.a. hugmyndir umsækjanda um rekstur svæðisins.

Umsóknum má einnig skila rafrænt á netfangið blonduos@blonduos.is og verður þeim öllum svarað.

Í framhaldi af fram komnum hugmyndum aðila áskilur Blönduósbær sér rétt til þess að ganga til samninga við hvaða aðila sem er eða hafna öllum.

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 455 4700 eða á  valdimar@blonduos.is

Valdimar O Hermannsson

 Sveitarstjóri

Getum við bætt efni þessarar síðu?