26. mars 2018
Fréttir
Blönduósbær fær úthlutað 32 milljónum króna í styrk vegna Hrúteyjar; gamla Blöndubrúin frá 1987 gerð að göngubrú. Styrkurinn er til að nota gömlu Blöndubrúna frá 1897 sem göngubrú út í Hrútey og bæta þannig aðgengi að eyjunni og varðveita samtímis elsta samgöngumannvirki á Íslandi. Í þessum 1. áfanga verður brúin sett á sinn stað, gerðir stígar og bílastæði við aðkomu. Hrútey er í eigu Blönduósbæjar og hefur verið samstarf við Skógræktarfélag A-Hún. um opin skóg í eyjunni. Hrútey er náttúruperla Blönduósbæjar og gæti orðið með bættu aðgengi að vinsælum og áhugaverðum ferðamannastað með endurnýtingu sögulegra mannvirkja. Verkefnið er einnig til þess fallið að auka öryggi ferðamanna, bæta aðgengi og stuðla að náttúruvernd.