Hestafólk – beit hrossa (ekki graðhesta) í Kúagirðingu

Kúagirðing verður opnuð til beitar eftir föstudaginn 7. október 2022.

Skylt er að skrá öll hross sem setja á í girðinguna og skal það gert á skrifstofu Húnabyggðar í síma 455 4700, á skrifstofutíma, áður en þeim er sleppt í beitarhólfið.  Einnig er hægt að skrá inn á eyðublað sem má finna með því að smella hér og hægt er að senda á pall@hunabyggd.is.

Eftirtaldar upplýsingar þurfa að liggja fyrir:

  1. Hversu mörg hrossin (fjölda folalda sér) eru og áætlaðan tíma.
  2. Upplýsingar um eiganda (nafn og kennitala og heimilisfang) og símanúmer.

Kúagirðing er beitarhólf sem ætlað er til lengri tíma beitar en ekki daglegrar umgengni. Að gefnu tilefni tilkynnist að engin ábyrð er tekin á hrossum í beitarhólfinu.

 

Vikugjald hrossa í hagagöngu er 440 krónur

 

Húnabyggð

Getum við bætt efni þessarar síðu?