Kjörstaður í Húnabyggð við alþingiskosningar sem fara fram þann 30. nóvember 2024 verður í Norðursal - Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi, gengið inn frá Melabraut.

Kjörfundur hefst kl. 09:00 árdegis og lýkur eigi síðar en kl. 22:00 að kveldi sama dags.

Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum við kosninguna.

Kjörskrá Húnabyggðar liggur frammi á skrifstofu Húnabyggðar en einnig geta kjósendur athugað hvar þeir eru á kjörskrá hér.

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár.

 

Yfirkjörstjórn Húnabyggðar

Getum við bætt efni þessarar síðu?