Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 vegna skotæfingasvæðis, verslunar- og þjónustusvæðis og legu Svínvetningabrautar.
Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Blönduósbæjar, 6. desember 2016, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til greinargerðar, þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttar. Þar er sett fram tillaga um að breyta óbyggðu svæði og landbúnaðarsvæði í opið svæði til sérstakra nota fyrir skotæfingasvæði. Einnig er gerð breyting á legu tengivegar skv. skipulagi, bætt við nýju verslunar- og þjónustusvæði fyrir veiðihús og breyta nýtingu á svæði (O10) í Draugagili. Megin markmið með aðalskipulags¬¬breytingunni er að bæta öryggi til skotæfinga og auka gildi svæðisins til skotæfinga. Framkvæmdir við tveggja akreina vegi í þéttbýli falla undir flokk B í lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og þess vegna fellur tillagan undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingartillagan, aðalskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu, liggur frammi til kynningar frá 26. janúar til 9. mars nk. á skrifstofu Blönduósbæjar að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi, á Héraðsbókasafninu á Blönduósi og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b í Reykjavík. Einnig er breytingartillagan aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://www.blonduos.is. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu þær vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. mars nk. til Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Auglýsing á deiliskipulagi fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi
Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Blönduósbæjar, 11. október 2016, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi, skv.41. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Blönduóss 2010–2030 sem auglýst er á sama tíma.
Tillagan liggur frammi til kynningar frá 26. janúar til 9. mars nk. á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Einnig er tillagan aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://www.blonduos.is . Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. mars nk. til skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.
Auglýsing á breytingu á deiliskipulagi fyrir Brautarhvamm, ferðaþjónustu- og útivistarsvæði á Blönduósi.
Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Blönduósbæjar, 11. október 2016, er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brautarhvamm, ferðaþjónustu- og útivistarsvæði á Blönduósi, skv.41. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við Aðalskipulag Blönduóss 2010–2030.
Tillagan liggur frammi til kynningar frá 26 janúar til 9. mars nk. á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Einnig er tillagan aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://www.blonduos.is . Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. mars nk. til skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.
Bjarni Þór Einarsson,skipulagsfulltrúi á Blönduósi.