Kjörstaður Húnabyggðar vegna Alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 verður í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi – Norðursal, gengið inn frá Melabraut.

Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur eigi síðar en klukkan 22:00

Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum við kosninguna

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag á kjörstað má finna á hvernig-er-kosid

Upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má finna á kosning-utan-kjoerfundar

Bent er á upplýsingavef kosning.is en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna.

Kjörskrá Húnabyggðar liggur frammi á skrifstofu Húnabyggðar, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi til kjördags. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá þjóðskrá kl. 12:00, þann 29. október 2024. Opnunartími skrifstofu Húnabyggðar er frá kl. 09:00-15:00 alla virka daga.

Kjósendur geta einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á hvar-a-eg-ad-kjosa

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár.

 

Yfirkjörstjórn Húnabyggðar

Getum við bætt efni þessarar síðu?