20. mars 2020
Fréttir
Áherslubreytingar hjá Blönduósbæ
Frá áramótum hefur verið unnið að áherslubreytingum, á skrifstofu Blönduósbæjar og þjónustumiðstöð, þ.e. á verkaskiptingu, starfsheitum og ábyrgð lykilstarfsmanna, við þær starfamannabreytingar sem orðið hafa:
- Kristín Ingibjörg Lárusdóttir hefur tekið við starfi sem Launafulltrúi sveitarfélagsins en hún sinnir jafnframt öðrum sérhæfðum og almennum skrifstofustörfum.
- Elfa Björk Sturludóttir sem áður var launfulltrúi, hefur tekið við starfi sem Gjaldkeri sveitarfélagsins,en hún sinnir jafnframt öðrum sérhæfðum og almennum skrifstofustörfum.
- Bergþór Gunnarsson sem hóf störf í janúar við þjónustumiðstöð, verður Verkefnastjóri veitna, með áherslur á allar veitur sveitafélagsins.
- Páll Ingþór Kristinsson, sem verið hefur Eftirlitsmaður eigna, mun verða Verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar og sinna daglegri þjónustu hennar ásamt því að hafa áfram eftirlit með eignum sveitarfélagsins og viðhaldi þeirra.
- Þorgils Magnússon sem hefur verið Byggingafulltrúi, mun nú starfa með starfsheitið Skipulags- og byggingafulltrúi, og sinna einnig Húnavatnshreppi og Skagabyggð samkvæmt samningum þar um.
- Ágúst Þór Bragason, sem verið hefur Umsjónamaður tæknideildar, mun verða Forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs.
- Sigrún Hauksdóttir sem verið hefur Aðalbókari Blönduósbæjar, mun verða Skrifstofu- og fjármálastjóri, og jafnframt staðgengill sveitarstjóra.
- Aðrar áherslur, um ábyrgð og verkefni starfsmanna, munu koma fram í endurkoðuðum starfslýsingum ofangreindra starfsmanna, en ekki verður breyting hjá þeim starfsmönnum sem ekki eru taldir upp hér.
- Breytingarnar þessar hafa þegar tekið gildi, og tilkynnast hér með.
Blönduósi 20. mars 2020.
Valdimar O Hermannsson
Sveitarstjóri Blönduósbæjar