Í gær afhenti Grímur Rúnar Lárusson fyrir hönd foreldrafélags Blönduskóla skólanum nýjan 3D prentara af gerðinni Prusa MK3S+ frá 3D verk ehf.  Anna Margret Sigurðardóttir verkefnisstjóri í upplýsingatækni við Blönduskóla tók við prentaranum fyrir hönd skólans. 

Um er að ræða mjög öflugan prentara og fylgdu honum líka fjölmargir litaþræðir sem eru notaðir við prentunina. Aðeins örfáir dagar eru eftir af þessu skólaári en mikil spenningur er í nemenda- og starfsmanna hópnum að læra á prentarann og geta þá strax farið að nota hann í nýjum skóla í haust. 

Að hanna og prenta út úr 3D prentara reynir á hugvit, nýsköpun, stærðfræðikunnáttu og fleira og er prentarinn góð og mikilvæg viðbót við þann búnað sem nemendur hafa aðgang að í nýrri list- og verkgreinaálmu í skólanum. 

Þau fyrirtæki sem gáfu í söfnunina eru öll fyrirtæki staðsett hér á svæðinu en þau eru í stafrófsröð: Dráttur, Glaðheimar, N1 píparinn, Ós-hús, Ósverk, Tengill og Vilko og vilja foreldrafélagið og Blönduskóli koma á framfæri kærum þökkum til þeirra fyrir að styðja við skólann á þennan myndarlega hátt. 

 

Frétt tekin af vef Blönduskóla

Getum við bætt efni þessarar síðu?