06. júlí 2021
Tilkynningar
- Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hélt 243. fund sinn þann 6. júlí 2021.
- Fundurinn var haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins á Húnavöllum.
- Meðal var eftirfarandi samþykkt:
- Sveitarstjórn Húnavatnshrepps, tekur jákvætt í ósk Blönduósbæjar um formlegar sameiningarviðræður. Áður en lagt verður í þá vegferð sem sameiningarviðræður eru, telur sveitarstjórn rétt að leggja fyrir skoðanakönnun samhliða Alþingiskosningum þann 25. september. Ástæða þess er að tryggja umboð sveitarjórnar frá íbúum sveitarfélagsins til að fara í slíkar sameingingviðræður.
- Þó að mikil undirbúningsvinna hafi þegar farið fram, er grundvallarmunur á þessari sameiningu og þeirri sem felld var í júní síðast liðnum.
- Ef niðurstöður skoðanakönnunar sýna að meirihluti íbúa sveitarfélagsins vill fara í formlegar sameiningar viðræður, mun sveitarstjórn leggja allt kapp á að ljúka sameiningarviðræðum og kosningu eins hratt og hægt er, eigi síðar en í janúar 2022.
- Samkvæmt samræðum við ráðuneyti, ráðherra og ráðgjafa, standa þeir fjármunir sem sveitarfélögunum tveimur var ætlað ennþá til boða eins og lagt var upp með í fyrri viðræðum. Þrátt fyrir að þessi ferill hefjist ekki fyrr en í október. Mikill og góður grunnur hefur verið lagður fyrir þessar sameiningarviðræður en þó er ljóst að nokkra vinnu þarf að leggja í nýjar viðræður.
- Því samþykkir sveitarstjórn að fram fari skoðunarkönnun hjá þeim íbúum Húnavatnshrepps sem eru á kjörskrá til Alþingis 25. september 2021.
- Skoðunarkönnunin mun innihalda eftirfarandi spurningu:
- Vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ?
- Skoðunarkönnunin mun innihalda eftirfarandi spurningu:
- Því samþykkir sveitarstjórn að fram fari skoðunarkönnun hjá þeim íbúum Húnavatnshrepps sem eru á kjörskrá til Alþingis 25. september 2021.
-
- Vegna bókunnar Blönduósbæjar þann 29. júní 2021 um undirbúning á uppsögnum um byggðarsamlög er rétt að benda á að í bréfi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettu 24. ágúst 2020, eru líka gerðar athugasemdir við samþykktir byggðasamlags um Brunavarnir Austur Húnvetninga. Vegna þess ágreinings sem uppi hefur verið um rekstur Byggðarsamlags um brunavarnir felur sveitarstjórn sveitarstjóra að kanna hvort rekstur brunavarna hjá sveitarfélaginu sé betur kominn í þjónustusamningi milli sveitarfélaganna í stað byggðasamlags.