03. maí 2024
Fréttir
Kæru íbúar Húnabyggðar
Húnavaka, bæjarhátíðin okkar hér í Húnabyggð verður haldin dagana 18.-21.júlí n.k.
Við leitum til ykkar kæru íbúar Húnabyggðar, fyrirtækjarekendur og forsvarsaðilar hjá félagasamtökum. Ef þið eruð með hugmyndir að viðburði eða viljið halda viðburð á Húnavöku eða 17.júní hátíðarhöldunum í sumar, hvetjum við ykkur til að hafa samband.
Einnig vantar aðila/félagasamtök til að sjá um sölu á varningi (blöðrum, fánum, nammisölu) á 17.júní hátíðarhöldunum.
Þau sem hafa áhuga, eru með hugmyndir eða fyrirspurnir hafi samband við Kristínu Ingibjörgu menningar-, íþrótta-. og tómstundafulltrúa í síma 455-4700 eða senda tölvupóst á netfangið kristin@hunabyggd.is fyrir 10.maí 2024.