Kæru Húnvetningar
Nú styttist heldur betur í sumarið. Þeir viðburðir sem eru á döfinni hjá sveitarfélaginu Húnabyggð í sumar eru m.a. 17.júní hátíðarhöld og Húnavaka sem verður haldin dagana 13.-16.júlí 2023. Ásamt þessum viðburðum eru líka haldnir hér í sveitarfélaginu aðrir tveir stórir viðburðir, Prjónagleði og Smábæjaleikar. Einnig er stefnt að því að halda Brúarhátíð í vor.
Við leitum til ykkar kæru íbúar Húnabyggðar. Ef þið eruð með hugmyndir að viðburðum eða viljið halda viðburð í Húnabyggð í sumar hvort sem er á 17.júní, Húnavöku eða á öðrum tíma, ekki hika við að hafa samband og við getum unnið þetta saman.
Við leitum líka eftir einhverjum hér á svæðinu, einstaklingum eða félagasamtökum að koma með hugmynd af sölu eða taka að sér eftirfarandi:
Kaffisölu/matsölu á 17.júní.
Sölu á varningi (blöðrum, fánum, nammi o.fl.) á 17.júní.
Sjoppu/kaffisölu/matsölu á Húnavöku.
Sala á ýmsum varningi á Húnavöku.
Ath. á 17.júní verður margt um manninn í Húnabyggð þar sem Smábæjaleikar fara fram á sama tíma.
Fyrir rétta aðila, félög, félagasamtök. skólahópa, íþróttafélög og hin ýmsu félög eða hópa þá er þetta að skila inn góðum tekjum.
Þeir sem hafa áhuga eða erum með hugmyndir og fyrirspurning hafi samband við Kristínu Ingibjörgu menningar-, íþrótta-. og tómstundafulltrúa í síma 455-4700 eða senda tölvupóst á netfangið kristin@hunabyggd.is fyrir 15.apríl 2023