Nýjir söfnunardagar fyrir heyrúlluplast eru 8-11. júlí
Bændur sem óska þess að nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um láta vita á netfangið plast@hunabyggd.is í seinasta lagi 7. júlí.
Eins og flestir vita þá frestuðum við söfnun á heyrúlluplasti um óákveðinn tíma um daginn en nú er búið að ákveða nýjar dagsetningar sem eru 8-11. júlí.
Við biðjumst velvirðingar á þessu en verið var að ræða nýjar útfærslur hvað söfnunina varðar og þess vegna varð þessi frestun.
Ákveðið var á byggðarráðsfundi 20.06. að framvegis verður bændum gefin kostur á að skila sjálfir inn heyrúlluplasti og fá fyrir það 10kr./kg. Verið er að setja upp aðstöðu fyrir móttöku heyrúlluplasts hjá sveitarfélaginu og munum við auglýsa þá tilhögun um leið og hún er tilbúin.
Eftir sem áður verður boðið upp á að heyrúlluplast sé sótt eins og venjulega og eru því engar breytingar á því fyrirkomulagi hvað bændur varðar. Athygli er vakin á því að engar greiðslur fást fyrir plast sem sótt er heim á bæi.
Þetta er tilraun til þess að auka þjónustu (fleiri valmöguleikar) og einnig til að lækka kostnað við sorphirðu.