Eins dags seinkun verður á sorphirðu hjá íbúum gamla Engihlíðarhrepps og gamla Húnavatnshrepps vegna bilunar á sorpbíl.

Þetta þýðir að sorphirða gamla Engihlíðarhrepps sem stóð til í dag, 17. maí, frestast fram á þriðjudag 21. maí. Eins frestast sorphirða gamla Húnavatnshrepps frá 21.-22. maí til 22.-23. maí.

Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Getum við bætt efni þessarar síðu?