02. maí 2024
Fréttir
Námsstyrkur er veittur ungmennum sem eiga lögheimili í Húnabyggð og voru í viðurkenndu framhaldsnámi vorönn 2024. Upphæð námsstyrkjar er 60.000kr. pr. önn og er hann greiddur út eftir hverja önn að staðfestri skólavist. Aldur styrkþega miðast við 16- 22 ára og miðað er við það ár sem viðkomandi verður 22 ára, ekki síðar.
Frestur til að skila umsóknum vegna vorannar er til 27. maí nk.
Umsókn skal skila rafrænt og hægt er að nálgast hana hér
Starfsfólk Húnabyggðar