Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:

Deiliskipulag við Norðurlandsveg, Blönduós.

Breytingin fjallar um minnkun á deiliskipulaginu og fækkun lóða. Þær lóðir sem eftir verða er hliðrað til og stærðum breytt. Nú þegar hefur verið byggt eitt húsnæði á Miðholti 1 og var lóðin mæld upp og leiðrétt. Deiliskipulagið fer úr 10 ha að stærð í 2.6 ha.

Tillagan liggur frammi á skrifstofu Húnabyggðar, Hnjúkabyggð 33, frá og með 21. febrúar til 3. apríl 2024 og er einnig til sýnis á heimasíðu Húnabyggðar, https://www.hunabyggd.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 3. apríl 2024.

Skila skal athugasemdum á skrifstofu Húnabyggðar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós.

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Virðingarfyllst,

Börkur Þór Ottósson

Skipulagsfulltrúi Húnabyggðar

 

Deiliskipulag

Getum við bætt efni þessarar síðu?