Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkti þann 12. desember 2023 afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar um að kynna skuli skipulagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir vatnsaflsstöðina Blöndustöð samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Viðfangsefni deiliskipulagsins er m.a. að afmarka lóðir og byggingarreiti fyrir núverandi og ný mannvirki ásamt því að setja þau ákvæði og skilmála sem ástæða er til í deiliskipulagi fyrir Blöndustöð. Landsvirkjun áformar frekari nýtingu falls á núverandi veituleið Blönduvirkjunar en markmið verkefnisins er að fullnýta til orkuöflunar fall á veituleið Blöndu frá Blöndulóni að inntakslóni Blöndustöðvar með þremur nýjum virkjunum.
Skipulagslýsingin er aðgengileg á þessum hlekk og á skrifstofu sveitarfélagsins. Skipulagslýsingin er auglýst með umsagnarfresti frá og með 15. desember til og með 15.janúar 2024. Umsagnir við lýsinguna skulu berast í gegnum skipulagsgatt.is, númer 1013/2023 eða skriflega á skrifstofu sveitarfélagsins, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi.