29. desember 2023
Fréttir
Á 28. fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar þann 12. desember síðastliðinn var staðfest ný gjaldskrá fyrir efnistöku úr námum sveitarfélagsins.
Frá og með áramótum verður innheimt gjald kr. 350 pr m3 og skal haft samband við starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Húnabyggðar um verklag efnistöku. Einnig þarf heimild sveitarfélagsins fyrir efnislosun í námu og skal það gert í samráði við starfsmenn Þjónustumiðstöðvar. Ætlast er til að viðkomandi aðili jafni út eftir að efnilosun er lokið.
Fyrir hönd Húnabyggðar
Börkur Þór Ottósson
Skipulags-og byggingafulltrúi