Grjótá við Hof í Vatnsdal Gönguleið

Skemmtileg og létt útsýnisganga frá minnisvarða um Ingimund gamla við Hof í Vatnsdal.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Húnabyggð
Upphafspunktur
65.381127, -20.211163
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
30 mínútur
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Mjög auðveld og aðgengileg leið um 500 metra upp í hlíðar Vatnsdalsfjalls. Undirlagið er gott og þegar upp er komið blasir við gott útsýni yfir Vatnsdalinn og út á Húnaflóa. Göngunni lýkur við fallegt gil með litlum læk þar sem gott er að setjast niður og njóta kyrrðar. Á leiðinni eru tveir bekkir til að setjast á. Hægt er að halda áfram upp fjallið og fylgja hnitaðri gönguleið sem nefnist Grjótá-Sandfell