Fossarnir í Vatnsdalsá Blönduð leið (ganga og hjól)

Skemmtileg ganga um 9 km leið upp með Vatnsdalsá fram hjá fjölmörgum fallegum fossum. Hækkun um 500m.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Húnabyggð
Upphafspunktur
65.303511, -20.105374
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
  • Skiltuð án annarra merkinga - merkt leið með skiltum sem vísa leið
  • Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
6 - 10 klukkustundir
Yfirborð
  • Þýft
  • Votlendi
  • Blandað yfirborð
  • Gras
Hindranir
  • Brú - mannvirki sem ber stíg/slóða/veg yfir vatnsfall, sund, gil eða aðra hindrun
  • Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Á einum stað er náttúruleg brú yfir á, þ.e. stór steinn. Þar sem fara þarf yfir girðingu eru hlið sem þarf að loka og á einum stað eru tröppur (príla) yfir girðingu.
Hættur
Hálka - Hál og sleip leið
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Leið lokuð frá nóvember-apríl vegna vetrarfærðar
Öll skotveiði bönnuð og passa þarf að hundar elti ekki búfénað.
Gengið er upp aflíðandi brekkur í dæmigerðu, vel grónu íslensku landslagi eftir kindagötum, melum eða móum. Slóðin er hnitsett og gott að fylgja þeirri leið, einstaka stikur eru á leið. Öll gangan er uppi á gilbrún en aldrei ofan í gilinu. Eina skiptið sem hægt er að fara ofan í gilið er til að nálgast Kerafoss en þá er mælst til þess að gengið sé aðeins til baka til að komast upp úr gilinu. Þegar komið er upp fyrir Dalsfoss fellur Friðmundará í Vatnsdalsá og gönguleiðin liggur því upp með Friðmundaránni að norðan, þar sem fljótlega er komið að Friðmundarárfossi. Áfram er haldið upp með ánni á gilbrún að girðingu með stóru járnhliði sem á alltaf að vera lokað. Þaðan er haldið áfram eftir slóð þar til komið er að litlum fossi eða flúðum, rúmlega 500 metrum ofan við háa fossinn. Neðan við þennan litla foss er Hlaupið sem er stór steinn, stundum kallaður Steinbrúin. Yfir hann er gengið til að komast á hinn bakka árinnar. Þegar komið er yfir Friðmundará þarf fyrst að ganga upp nokkuð bratta brekku og taka svo stefnuna aðeins til vesturs (hægri), til að komast aftur að Vatnsdalsánni. Athugið að fylgjast með hnitum því víða eru kindagötur sem geta villt göngumönnum leið. Þegar slóðin upp með Vatnsdalsá hefur verið fundin aftur er leiðin einföld upp með gili alla leið að afréttargirðingu við fossinn Skínanda en á leiðinni eru að minnsta kosti sjö nafngreindir fossar í ánni.