Upp Kornsárgil að Skínanda Gönguleið

Auðveld ganga fyrir alla fjölskylduna upp með ánni Kornsá þar sem sjá má fallega fossa og flúðir ásamt fallegu útsýni yfir sveitina.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Húnabyggð
Upphafspunktur
65.398224, -20.279154
Erfiðleikastig
Þrep 1 - Létt leið
1 2 3 4
Merkingar
Skilti við upphaf leiðar
Tímalengd
1 - 2 klukkustundir
Yfirborð
Blandað yfirborð
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Fjallganga í landi með hrossum og sauðfé á beit
Hættur
Engar hættur á leiðinni
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gangan hefst sunnan við Kornsá þar sem hægt er að leggja bílum úti í kanti vestan við veg. Athugið að leggja hvorki fyrir vegarslóða eða hlið þar sem bændur geta þurft að komast leiðar sinnar og gætið þess að loka hliðinu vel. Þetta er auðveld og skemmtileg leið upp aflíðandi brekkur meðfram fallegri lítill á sem fellur í mismunandi fossum og flúðum. Hér er gaman að virða fyrir sér dæmigerðan íslenskan valllendisgróður, fuglalíf, hross og sauðfé. Á leiðinni eru tvær rafmagnsgirðingar en yfir þær er farið á svo kölluðum prílum, sem eru timburtröppur. Athugið að það er straumur á girðingu. Þegar komið er að síðasta fossinum, Skínanda, þá er skammt í afréttargirðingu og rétt að snúa við og njóta útsýnis á leiðinni niður. Leiðin upp er ekki stikuð en hægt er að fylgja vegarslóða langleiðina upp að síðasta fossi. Fyrir þá sem vilja lengri leið er hægt að halda áfram að fylgja hnitum og ganga á Fellið sem er beint suður af fossinum, sjá leiðarlýsingu Kornsá-Fell. Einnig er hægt að halda áfram upp með ánni þar sem hún rennur um fallegt gil sem heitir Svartagil.